Námskeið IÐUNNAR fræðsluseturs

VélvirkiHefur þú áhuga á að:

 • smíða, setja upp eða gera við vélbúnað í iðnfyrirtækjum
 • leita uppi bilanir í stýrikerfum
 • setja upp vélbúnað í iðnaði
 • gera við þungavinnuvélar
 • starfa við ráðgjöf og sölu hjá fyrirtækjum sem flytja inn vélar og tæki

Þá gæti starf vélvirkja verið fyrir þig.

Það sem vélvirki gerir er:

 • vinnur við uppsetningu og viðhald véla og tækja, s.s. aflvéla, frysti- og kælivéla, vökva- og loftstýribúnað
 • sér um uppbyggingu og viðhald véla, kælikerfa og loftstýringa, bilanaleit og stýringar
 • smíðar, setur upp og sér um viðhald og viðgerðir á vélbúnaði í iðnfyrirtækjum, verksmiðjum og virkjunum, sem og skipum og vinnuvélum
 • hannar, setur upp og gerir við rörlagnir sem liggja að vélum
 • leitar að bilunum í stýrikerfum og vélbúnaði, tekur upp vélar, skiptir um hringi, legur og pakkningar, slípar ventla, gerir upp dælur, hreinsar, smyr, stillir o.fl
 • smíðar alls konar vélar og tæki, s.s. fiskvinnsluvélar og varahluti í vélar og tækjabúnaði
 • starfar við ráðgjöf og sölu hjá fyrirtæki sem flytur inn smíðaefni, vélar og tæki

Vélvirkjar vinna við margs konar vélbúnað, í skipum, vinnuvélum, verksmiðjum, virkjunum og alls staðar þar sem tæknilegur vélbúnaður er til staðar. 

Vélvirkjun er löggilt iðngrein og er kennd í BorgarholtsskólaIðnskólanum í Hafnarfirði,Fjölbrautaskólanum á Akranesi og Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Til að kanna laun vélvirkja er best að skoða heimasíðu VM (Félag vélstjóra og málmtæknimann).

Námið

Vélvirkjun

{flike}

Hefur þá áhuga á:

 • vélum og vélbúnaði,
 • sjómennsku.

Þá gæti starf vélstjóra verið fyrir þig.

Vélstjórar starfa m.a. á skipum, í orkuverum og þar sem gerðar eru kröfum um víðtæka þekkingu á vél- og tæknibúnaði.

Það sem vélstjóri gerir er:

 • að sinna daglegum rekstri á sjó og viðhalda vélbúnaði sem er um borð.
 • að sinna rekstrar- og stöðvarstjórastörfum.
 • að sinna rekstri og viðhaldi véla.

Vélstjóranámið er kennt í Fjölbrautarskóli Norðulands vestraFjölbrautarskóla SuðurnesjaTækniskólinnVerkmenntaskólanum á Akureyri.

Vinnustaðir vélstjóra eru eftirfarandi:

 • skip út um allan heim
 • fiskveiðiskip
 • flutningaskip
 • farþegaskip
 • virkjanir
 • hitaveita
 • ýmis fyrirtæki

Til að kanna laun vélstjóra er best að skoða heimasíðu Vélstjórafélags Íslands.

{flike}

ÚtstillirHefur þú áhuga á að:

 • litasamsetningum, formum og röðun
 • framsetningu hluta
 • hvað er söluhvetjandi
 • útstillingum í gluggum
 • sölu og markaðssetningu
 • skapandi og hugmyndaríkri vinn
 • skapa stemmningu og hughrif

Þá gæti starf útstillirs verið fyrir þig.

Það sem útstillir gerir er að:

 • skipuleggja sýningarbása.
 • stilla út vörum á faglegan og listrænan hátt, í glugga, hillur, á palla, gólf, jafnt fyrir verslanir, sýningar og söfn. 
 • stilla út vörum vegna auglýsinga í blöðum, tímaritum eða vörulistum, hann vinnur þá með ljósmyndara eða öðru fagfólki. 
 • setja upp verk-, kostnaðar- og tímaáætlun. 
 • sjónræn sala. 
 • ná athygli og vekja áhuga markhópsins. 
 • skapa fyrirtækjum ímynd. 
 • framleiðs sjálfur það sem hann notar við vinnu sína, á eigin verkstæði eða á útstillingarstað.

Nám í útstillingum er kennt í Iðnskólanum í Hafnarfirði

Útstillir vinnur oft einn og þarf að hafa umsjón með öllum þáttum starfsins. Aðrir eru í fastri vinnu hjá stærri fyrirtækjum, vinna jafnvel fleiri en einn að framkvæmd útstillinga.

Til að kanna laun útstilla er best að skoða heimasíðu VR .

Námið

Útstillingar

{flike}

VeggfóðrariHefur þá áhuga á:

 • að vinna með höndunum
 • fjölbreyttu starfi
 • að hanna og búa til

Þá gæti starf veggfóðrara eða dúklagningarmanns verið fyrir þig.

Veggfóðrari/dúklagningarmaður leggur á gólf og stiga ýmis konar gólfefni svo sem gólfdúka, gólfplötur og teppi. Hann setur á veggi og loft ýmis konar vegg- og gólfdúka. Þá annast hann líka alls konar skrautlögn í gólfefni.

Það sem veggfóðrari / dúklagningarmaður gerir er að:

 • leggja efni á hlaupabrautir og gervigrasvelli
 • leggja og ganga frá dúkum í sundlaugar og á þök
 • hreinsa burt gamlar klæðningar ef við á, slípar svo flötinn og jafnar með spartli
 • mælir stærð flatarins og ákveður efnið
 • hanna útkomu á flötum eftir óskum kaupanda
 • leggur undirlag, sker niður veggfóður, sníðir og kantsker eftir þörfum og límir
 • leggur dúka, dúkflísar, teppi, teppaflísar
 • hljóðeingrar með þar tilgerðum plötum
 • vinna með öðrum bygginariðnaðarmönnum

Veggfóðrun / dúkalagnin er löggilt iðngrein og er kennd í Tækniskólinn.

Vinnustaðir veggfóðrara/dúkarar eru eftirfarandi:

 • fyrirtæki sem sinna veggfóðrun og dúkalögn
 • afgreiðir og veitir faglega ráðgjöf í sérverslunum með veggfóður og dúka

Til að kanna laun veggfóðrara/dúkara er best að skoða heimasíðu SAMIÐNAR.

Námið

Veggfóðrun og dúkalögn

{flike}

ÚrsmiðurHefur þú áhuga á:

 • úrum, gangverki og hlutum úr gulli, silfri eða öðrum málmum.
 • endurnýjun og smíðum á varahlutum í úr og klukkur.
 • hugmyndaþróun, hönnun og framleiðslu.
 • samskiptum við fólk. 

Þá gæti starf úrsmíði verið fyrir þig. 

Úrsmiður annast viðgerðir, viðhald og hreinsanir á úrum og klukkum. Úrsmiðir endurnýja eða smíða varahluti í gömul úr og klukkur, fóðra upp vegna slits, skipta um fjaðrir og skeyta saman ef þarf. Úrsmiðir veita ráð við val á úrum og klukkum.

Það sem úrsmiður gerir er að:

 • hanna, smíða og gera við úr og klukkur
 • grafa letur
 • húða málm með mismunandi aðferðum
 • þróa, hanna og smíða úr og vinna út frá eigin hugmyndum og annarra
 • gerir við flestar gerðir úra
 • þjónusta viðskiptavini af lipurð, háttvísi og kunnáttu
 • nota listrænt innsæi og verklega færni við vinnu sína
Úrsmíði er löggilt iðngrein og er kennd erlendis en hægt er að fara á námssamning á Íslandi.Nám í úrsmíði tekur fjögurár. Ekki er unnt að læra úrsmíði hérlendis. Flestir sem lært hafa úrsmíði hin síðari ár hafa lært við Teknisk Skole Ringsted (TSR) í Danmörku. Námið við TSR er byggt þannig upp að sækja þarf skólann í samtals 80 vikur í sjö lotum en samhliða fer fram verkleg þjálfun í fyrirtæki eða við skólann.

Vinnustaðir úrsmiða eru eftirfarandi:

 • úrsmíðaverkstæðum
 • verslunum. 

Til að kanna laun nema í úrsmíði er best að skoða heimasíðu SAMIÐNAR

Námið

Úrsmíði

{flike}

Póstlisti

postlisti

 

Skráðu þig á póstlista IÐUNNAR fræðsluseturs og fáðu reglulega sendan tölvupóst með fréttum og upplýsingum um áhugaverð námskeið eða aðra viðburði sem tengjast þínu fagsviði.

 

Smelltu hér til að skrá þig á póstlista IÐUNNAR

Flýtileiðir

Verknam.is

Ertu verknámsnemi á höttunum eftir nemaplássi eða
viltu auglýsa eftir lausu nemaplássi?

Fræðslustjóri að láni

Settu fræðslumálin í markvissan farveg með þínu
starfsfólki. Meira>>

Úttektir á verkstæðum

Úttektir vegna heimildar til að gefa út burðarvirkis-
og hjólstöðuvottorð. Meira>>

 
 

IÐAN fræðslusetur

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva .... 

Lesa meira

Fylgstu með okkur á netinu

Þú getur fylgst með okkur á Facebook, Google+ og Twitter

 

Hlutverk IÐUNNAR fræðsluseturs

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.

Svið IÐUNNAR:

Skrifstofan að Vatnagörðum 20

Vatnagarðar 20Aðalskrifstofur og kennslustofur IÐUNNAR fræðsluseturs eru að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Sími: 590 6400
Bréfasími: 590 6401
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Opið frá 9 - 16 alla virka daga

Námsvísir vorannar

namsvisir-vor2016-vefur

 
You are here: Home Nám og störf Störf
×

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgdust með því sem er að gerast á þínu sviði.

* verður að fylla út


Námskeiðsflokkar