Námskeið IÐUNNAR fræðsluseturs

Vélvirki

VélvirkiHefur þú áhuga á að:

 • smíða, setja upp eða gera við vélbúnað í iðnfyrirtækjum
 • leita uppi bilanir í stýrikerfum
 • setja upp vélbúnað í iðnaði
 • gera við þungavinnuvélar
 • starfa við ráðgjöf og sölu hjá fyrirtækjum sem flytja inn vélar og tæki

Þá gæti starf vélvirkja verið fyrir þig.

Það sem vélvirki gerir er:

 • vinnur við uppsetningu og viðhald véla og tækja, s.s. aflvéla, frysti- og kælivéla, vökva- og loftstýribúnað
 • sér um uppbyggingu og viðhald véla, kælikerfa og loftstýringa, bilanaleit og stýringar
 • smíðar, setur upp og sér um viðhald og viðgerðir á vélbúnaði í iðnfyrirtækjum, verksmiðjum og virkjunum, sem og skipum og vinnuvélum
 • hannar, setur upp og gerir við rörlagnir sem liggja að vélum
 • leitar að bilunum í stýrikerfum og vélbúnaði, tekur upp vélar, skiptir um hringi, legur og pakkningar, slípar ventla, gerir upp dælur, hreinsar, smyr, stillir o.fl
 • smíðar alls konar vélar og tæki, s.s. fiskvinnsluvélar og varahluti í vélar og tækjabúnaði
 • starfar við ráðgjöf og sölu hjá fyrirtæki sem flytur inn smíðaefni, vélar og tæki

Vélvirkjar vinna við margs konar vélbúnað, í skipum, vinnuvélum, verksmiðjum, virkjunum og alls staðar þar sem tæknilegur vélbúnaður er til staðar. 

Vélvirkjun er löggilt iðngrein og er kennd í BorgarholtsskólaIðnskólanum í Hafnarfirði,Fjölbrautaskólanum á Akranesi og Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Til að kanna laun vélvirkja er best að skoða heimasíðu VM (Félag vélstjóra og málmtæknimann).

Námið

Vélvirkjun

Vélstjóri

Hefur þá áhuga á:

 • vélum og vélbúnaði,
 • sjómennsku.

Þá gæti starf vélstjóra verið fyrir þig.

Vélstjórar starfa m.a. á skipum, í orkuverum og þar sem gerðar eru kröfum um víðtæka þekkingu á vél- og tæknibúnaði.

Það sem vélstjóri gerir er:

 • að sinna daglegum rekstri á sjó og viðhalda vélbúnaði sem er um borð.
 • að sinna rekstrar- og stöðvarstjórastörfum.
 • að sinna rekstri og viðhaldi véla.

Vélstjóranámið er kennt í Fjölbrautarskóli Norðulands vestraFjölbrautarskóla SuðurnesjaTækniskólinnVerkmenntaskólanum á Akureyri.

Vinnustaðir vélstjóra eru eftirfarandi:

 • skip út um allan heim
 • fiskveiðiskip
 • flutningaskip
 • farþegaskip
 • virkjanir
 • hitaveita
 • ýmis fyrirtæki

Til að kanna laun vélstjóra er best að skoða heimasíðu Vélstjórafélags Íslands.

Veggfóðrari

VeggfóðrariHefur þá áhuga á:

 • að vinna með höndunum
 • fjölbreyttu starfi
 • að hanna og búa til

Þá gæti starf veggfóðrara eða dúklagningarmanns verið fyrir þig.

Veggfóðrari/dúklagningarmaður leggur á gólf og stiga ýmis konar gólfefni svo sem gólfdúka, gólfplötur og teppi. Hann setur á veggi og loft ýmis konar vegg- og gólfdúka. Þá annast hann líka alls konar skrautlögn í gólfefni.

Það sem veggfóðrari / dúklagningarmaður gerir er að:

 • leggja efni á hlaupabrautir og gervigrasvelli
 • leggja og ganga frá dúkum í sundlaugar og á þök
 • hreinsa burt gamlar klæðningar ef við á, slípar svo flötinn og jafnar með spartli
 • mælir stærð flatarins og ákveður efnið
 • hanna útkomu á flötum eftir óskum kaupanda
 • leggur undirlag, sker niður veggfóður, sníðir og kantsker eftir þörfum og límir
 • leggur dúka, dúkflísar, teppi, teppaflísar
 • hljóðeingrar með þar tilgerðum plötum
 • vinna með öðrum bygginariðnaðarmönnum

Veggfóðrun / dúkalagnin er löggilt iðngrein og er kennd í Tækniskólinn.

Vinnustaðir veggfóðrara/dúkarar eru eftirfarandi:

 • fyrirtæki sem sinna veggfóðrun og dúkalögn
 • afgreiðir og veitir faglega ráðgjöf í sérverslunum með veggfóður og dúka

Til að kanna laun veggfóðrara/dúkara er best að skoða heimasíðu SAMIÐNAR.

Námið

Veggfóðrun og dúkalögn

Á döfinni

 • 3. mars
  Flottir herrar
 • 3. mars
  Afhending lagnakerfa
 • 3. mars
  Adobe Premiere I
 • 4. mars
  Hjólastillingar - Samgöngustofa
 • 5. mars
  Niðurlögn steinsteypu

Flýtileiðir

Verknam.is

Ertu verknámsnemi á höttunum eftir nemaplássi eða viltu auglýsa eftir lausu nemaplássi?

Fræðslustjóri að láni

Settu fræðslumálin í markvissan farveg með þínu
starfsfólki. Lesa meira>>

Sjósókn

Ertu sjómaður og hefur ekki lokið framhaldsskóla?
Viltu auka menntun þína?

 
 

IÐAN fræðslusetur

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva .... 

Lesa meira

Fylgstu með okkur á netinu

Þú getur fylgst með okkur á Facebook, Google+ og Twitter

 

Hlutverk IÐUNNAR fræðsluseturs

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.

Svið IÐUNNAR:

Skrifstofan að Vatnagörðum 20

Vatnagarðar 20Aðalskrifstofur og kennslustofur IÐUNNAR fræðslusetur eru að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Sími: 590 6400
Bréfasími: 590 6401
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Opið frá 9 - 16 alla virka daga

Námsvísir vorannar

Forsíða námsvísis vorannar 2015

You are here: Home Nám og störf Störf