Námskeið IÐUNNAR fræðsluseturs

Um námið

Bakari að störfumBakariðn er löggilt iðngrein. Meginmarkmið námsins er að nemendur hljóti nauðsynlega, almenna og faglega menntun til að takast á við þau störf sem bökurum er nauðsynleg í störfum sínum s.s. þekkingu á hráefni, vélum og tækjum.
Meðalnámstími er fjögur ár, samtals þrjá annir í skóla og 126 vikna starfsþjálfun.
Námið er alls 186 einingar og lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Bakari er löggilt iðngrein og er námið kennt í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og Verkmenntaskólann á Akureyri.

Helstu námsgreinar

Sérgreinar tengdar iðninni s.s. bakstur, fagfræði bakara, hráefnisfræði í bakstri, næringarfræði og tungumál fyrir matvæla- og veitingagreinar.
Almennar bóklegar greinar eins og íslenska, stærðfræði og erlend tungumál.
Verkleg þjálfun og tilsögn hjá meistara í faginu.

Sjá nánar Aðalnámskrá framhaldsskóla – Starfsnámsbrautir.

Framhaldsmenntun

Meistaranám í iðninni, nám í tækni- og/eða háskólum ásamt fjölmörgum endurmenntunarnámskeiðum.

Námstími

4 ár

Starf

Bakari

{flike}

Á döfinni

 • 7. apríl
  Málmsuða - grunnur
 • 7. apríl
  Ritvinnsla í Word
 • 8. apríl
  Bifreiðasalar með metnað
 • 9. apríl
  Bókband fyrir ekki bókbindara
 • 9. apríl
  Af litlum neista

Flýtileiðir

Verknam.is

Ertu verknámsnemi á höttunum eftir nemaplássi eða
viltu auglýsa eftir lausu nemaplássi?

Fræðslustjóri að láni

Settu fræðslumálin í markvissan farveg með þínu
starfsfólki. Meira>>

Sjósókn

Ertu sjómaður og hefur ekki lokið námi sem
tengist starfi þínu. Meira>>

 
 

IÐAN fræðslusetur

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva .... 

Lesa meira

Fylgstu með okkur á netinu

Þú getur fylgst með okkur á Facebook, Google+ og Twitter

 

Hlutverk IÐUNNAR fræðsluseturs

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.

Svið IÐUNNAR:

Skrifstofan að Vatnagörðum 20

Vatnagarðar 20Aðalskrifstofur og kennslustofur IÐUNNAR fræðslusetur eru að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Sími: 590 6400
Bréfasími: 590 6401
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Opið frá 9 - 16 alla virka daga

Námsvísir vorannar

Forsíða námsvísis vorannar 2015

 
You are here: Home Nám og störf Nám Nám í Bakaraiðn