Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Nýtt

CAD - dagurinn

Nýjungar hjá AutoDesk 08.30 - 09.00 Húsið opnar, kaffi og skráning. 09.00 - 09.30 Fólk boðið velkomið og farið yfir dagskrá dagsins. 09.30 - 10.30 Framfarir og nýjungar - Hvað er nýjast í Inventor og Revit 10.30 - 10.45 Kaffihlé 10.45 - 12.00 Framfarir og nýjungar - Hvað er nýjast í Tick Tool og Vault, Bluebeam og Twinmotion - frásagnir 12.00 - 12.45 Hádegishlé 12.45 - 13.45 Skönnunarvinna - frásagnir 13.45 - 14.00 Kaffi 14.00 - 15.00 Skönnunarvinna - kynning á verkefnum. 15.00 - 15.30 Umræður og lokaorð Þegar hópnum er skipt upp þá er stofa 32 notuð (3. hæð). Aðgangur ókeypis

Brunaþéttingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Brúkrananámskeið. Þú getur byrjað STRAX

ONLINE Brúkranar sem lyfta meiru en 5 tonnum urðu réttindaskyldar vinnuvélar 1. október 2021. Þetta gerðist með nýjum reglum sem eru númer 1116. Námskeiðið er alltaf í gangi, þú getur byrjað þegar þú vilt. Námskeiðið er í boði á íslensku, ensku og verður í boði á pólsku fljótlega.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Excel í Iðnaði: Formúlur

Á þessu námskeiði er markmiðið að þátttakendur nái betri tökum á Excel töflureikninum, útreikningum og helstu formúlum sem er algengt að styðjast við í iðnaði.

KIA rafbílar - Hvað er rafbíil

Á þessu vefnámskeiði er farið yfir í stuttu máli öll helstu atriði sem tengjast upbyggingu og virkni rafbíla. Einnig er farið yfir hleðslumál og öryggi ásamt algengum spurningum sem vakna upp hjá fólki sem er í hugleiðingum um að skipta yfir í rafbíl. Námskeiðið er í heildina 15 stutt mynbönd sem taka fyrir ákveðið málefni og útskýra með myndrænum hætti. Rafbílar KIA eru í forgrunni en margt af því sem kemur fram á einnig við rafbíla almennt og því í raun gagnlegt öllum þeim sem vilja fræðast nánar um rafbíla.

KIA - Rafvæðing Ceed vefnámskeið

Stutt yfirferð á nýjum KIA CEED sem kemur nú í tengiltvinn útfærslu.

+ Fleiri námskeið

Raunfærnimat

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Að loknu raunfærnimati er hægt að halda áfram námi og ljúka sveinsprófi.
Mynd -

Fræðslumolar í matreiðslu

Fræðslumolar

Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir...

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk
Myndskeið

Vill helst elda alfarið úr íslensku hráefni

Kári Þorsteinsson yfirkokkur og eigandi Nielsen veitingahúss ræðir um áherslur sínar og reksturinn á Egilstöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband