Nám og störf

Heimur iðngreina er mjög fjölbreyttur og skemmtilegur.  Innan hans eru í boði alls konar störf sem gætu passað vel við þín áhugasvið og þína hæfileika. Eins eru  námsleiðirnar fjölmargar og bjóða upp á ýmsa möguleika hvað varðar framhaldsnám og endurmenntun. 

Hvert stefnir þú?

Margir vita ekki hvað gera skuli að skyldunámi loknu. Skiljanlega, því þá stendur maður í fyrsta skipti frammi fyrir að geta valið um námsleiðir og þarf að fara að leiða hugann að samspili náms og starfs.  Afar mikilvægt er að velta fyrir sér eigin áhugasviðum áður en tekin er ákvörðun um hvert skuli stefna.  Hægt er að leita til náms- og starfsráðgjafa og fá aðstoð við að skoða þau mál.

Af hverju iðnnám?

Góð almenn menntun er mikilvæg til að geta tekið þátt í samfélaginu. Það er hins vegar ýmislegt hagnýtt í sérhæfðu iðnnámi sem getur verið kærkomin viðbót.

-       maður öðlast verkvit

-       lærir að búa til eigin verðmæti

-       skilur hvernig hlutir virka og af hverju

-       fær að skapa og búa til hluti

Þekking iðnaðarmanna er, og verður sennilega alltaf, eftirsótt á vinnumarkaði, bæði hér á landi og erlendis. Í iðnnámi lærirðu hluti sem alltaf koma að gagni, hvort tveggja í einkalífi og starfi.    

Þar fyrir utan getur iðnnám verið mjög góður grunnur fyrir framhaldsnám í mörgum greinum, meðal annars á háskólastigi. Ekki gleyma því að alltaf má bæta við iðnnámið bóklegum greinum og ljúka stúdentsprófi.

 

 

 
 

IÐAN fræðslusetur

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva .... 

Lesa meira

Fylgstu með okkur á netinu

Þú getur fylgst með okkur á Facebook, Google+ og Twitter

 

Hlutverk IÐUNNAR fræðsluseturs

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.

Svið IÐUNNAR:

Skrifstofan að Vatnagörðum 20

Vatnagarðar 20Aðalskrifstofur og kennslustofur IÐUNNAR fræðsluseturs eru að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Sími: 590 6400
Bréfasími: 590 6401
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Opið frá 9 - 16 alla virka daga

Námsvísir vorannar

namsvisir-vor2016-vefur

 
You are here: Home Nám og störf
×

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgdust með því sem er að gerast á þínu sviði.

* verður að fylla út


Námskeiðsflokkar