Námskeið IÐUNNAR fræðsluseturs

Bifvélavirkjun

Bifvélavirki

bifvelavirkjunStarf bifvélavirkjans er margslungið. Verkefni hans eru fjölbreytt og geta bæði verið einföld og flókin. Stundum fæst bifvélavirkinn við hluti þar sem nægir að beita sjón og snertingu en í næstu andrá þarf hann að fást við ósýnilega þætti í rafeindabúnaði. Sér til halds og trausts notar hann handbækur, upplýsingar á veraldarvefnum og sérbúin rafeindastýrð verkfæri og bilanagreina. Verkefni bifvélavirkjans taka mið af þróun bíla hjá bílaframleiðendum.

Skipta má starfi bifvélavirkjans í nokkra aðal þætti:

 • Reglubundið eftirlit og viðhald samkvæmt verkefnalista. Þessi þáttur venjulega kallaður þjónustuskoðanir.
 • Viðgerðir á vélrænum hlutum bílsins. Í vélrænum hlutum færast kraftar og afl á milli eininga með snúningsátaki. Undir vélræna hluta flokkast t.d. hreyfill, gírkassi, drif og driföxlar.
 • Viðgerðir á rafkerfi og rafbúnaði. Undir þennan flokk falla t.d. viðgerðir á rafleiðslum, ræsi (startari), rafala og ljósum.
 • Viðgerðir á rafeindabúnaði. Hér er um að ræða viðgerðir á tölvu- og rafeindastýrðum búnaði sem aftur stjórnar t.d. virkni eldsneytiskerfis, öryggispúða, öryggisbelta og hemlakerfis.

Meðalnámstími er þrjú og hálft ár að meðtöldu grunnnámi bíliðna, samtals fimm annir í skóla og 48 vikna starfsþjálfun. Eftir burtfararpróf frá skóla öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í bifvélavirkjun og síðar meir til meistaranáms. Bílaviðgerðir krefjast aga og nákvæmni viðgerðarmannsins, hæfni til að leita upplýsinga og vinna úr þeim og útsjónarsemi í vinnu. Bifvélavirki sem þjálfar sig samkvæmt þessu er um leið að búa til tækifæri fyrir sig að láta að sér kveða í öðrum starfsgreinum óski hann þess síðar á ævinni.

Bifvélavirkjun er löggilt iðngrein og er kennd í Borgarholtsskóla og Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Aðalnámskrá framhaldsskóla

Lokamarkmið náms í bifvélavirkjun

Að loknu sérnámi í bifvélavirkjun skal nemandi:

 • geta greint og lagfært allar algengustu bilanir helstu gerða ökutækja
 • geta gert við eða skipt um slitna eða bilaða hluti
 • geta ráðlagt um mögulega viðgerð og leiðbeint um hagkvæmustu aðgerð frá sjónarmiði viðskiptavinarins með tilliti til óska hans um sem lægstan viðgerðakostnað, með hliðsjón af umferðaröryggi, ástandi, útliti og notagildi ökutækisins og jafnframt fylgt kröfum um umhverfisvernd
 • geta leyst verk sín af hendi með aðstoð handbóka og annarra tiltækra stoðgagna
 • geta leyst verk sín af hendi með hliðsjón af umferðarlögum, reglugerð um gerð og búnað ökutækja og með tilliti til umhverfissjónarmiða
 • geta skráð vinnuskýrslur og verklýsingar í ferilskrá ökutækis

Til að kanna laun bifvélavirkja er best að skoða vef Samiðnar.

Á döfinni

 • 19. janúar
  Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í vélvirkjun
 • 22. janúar
  Burðarvirki - Samgöngustofa
 • 23. janúar
  Sveinsprófsnámskeið í bifvélavirkjun
 • 26. janúar
  Vökvatækni - virkni vökvakerfa
 • 27. janúar
  Brýnsla á hnífum

Póstlisti

postlisti

 

Skráðu þig á póstlista IÐUNNAR fræðsluseturs og fáðu reglulega sendan tölvupóst með fréttum og upplýsingum um áhugaverð námskeið eða aðra viðburði sem tengjast þínu fagsviði.

 

Smelltu hér til að skrá þig á póstlista IÐUNNAR

 
 

IÐAN fræðslusetur

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva .... 

Lesa meira

Fylgstu með okkur á netinu

Þú getur fylgst með okkur á Facebook, Google+ og Twitter

 

Hlutverk IÐUNNAR fræðsluseturs

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.

Svið IÐUNNAR:

Skrifstofan að Vatnagörðum 20

Vatnagarðar 20Aðalskrifstofur og kennslustofur IÐUNNAR fræðslusetur eru að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Sími: 590 6400
Bréfasími: 590 6401
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Opið frá 9 - 16 alla virka daga

Námsvísir vorannar

Forsíða námsvísis vorannar 2015

You are here: Home Sviðstengt efni Bílgreinasvið Bifvélavirkjun