Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Burðarvirkismæling

Farið yfir undirstöðumælingar á burðarvirki til að meta áverka á ökutæki. Gera ástandsmat og verkáætlun í samræmi við leiðbeiningar og fyrirmæli framleiðanda. Hvernig á að útfylla burðarvirkisvottorð. Þátttakandi fær skráningu á faggildingarlista rétthafa til útgáfu burðarvirkisvottorða US.355 hjá Samgöngustofu að undangenginni úttekt á vinnustað hans.

IMI Rafbílanámskeið þrep 2.2 - Reglubundið viðhald raf- og tvinnbíla

Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa áhuga á að öðlast þekkingu til að vinna á öruggan hátt við almenn viðhald raf/tvinn bíla. Námskeiðið er þessvegna hannað fyrir þá sem vinna við almennar viðgerðir og viðhald og gætu þurft að þjónusta raf/tvinn bíla. Einnig veitir námskeiðið þá þekkingu og hæfni til að að vinna á öruggan hátt við bifreiðar sem orðið hafa fyrir tjóni og hætta er á að háspennukerfi hafi skemmst. Námskeiðið er fyrir þá sem sinna þjónustu og viðhaldi bifreiða ásamt almennum viðgerðum og réttingu og málun. Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í Bretlandi og lýkur með vef og verklegu prófi.

Sjónskoðun málmsuðu (Visual Inspection)

Sjónskoðun málmsuðu er gríðarlega mikilvæg og nauðsynlegt er fyrir alla suðumenn og eftirlitsaðila að tileinka sér þá færni. Námskeiðið á að veita alhliða þekkingu og skilning á kröfum á sjónskoðun málmsuðu (Visual Inspection). Námskeiðinu líkur með prófi og þeir þátttakendur sem standast prófið fá viðurkenningu frá TUV Nord fyrir þáttökuna. Kennarar: Steven Brown, Welding Services Manager Jacob Paul Bailey, ISO3834 & CPR FPC Scheme Manager Kennsla fer fram á ensku.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Brögð og brellur í Microsoft ToDo

Hagnýtt örnámskeið í sex hlutum fyrir alla þá sem vilja nýta betur Microsoft ToDo hugbúnaðinn.

Hagnýt ráð í Outlook

Níu sérlega hagnýt ráð fyrir alla þá sem nýta sér Microsoft Outlook tölvupóstinn í starfi eða frístundum.

Nýtt

Hvað er samfélagsleg nýsköpun?

Hvað er samfélagsleg nýsköpun? Dr.Tryggvi Thayer sérfræðingur í nýsköpun útskýrir og gefur dæmi.

+ Fleiri námskeið

Raunfærnimat

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Að loknu raunfærnimati er hægt að halda áfram námi og ljúka sveinsprófi.
Mynd -

Fræðslumolar í matreiðslu

Fræðslumolar

Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir...

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk
Myndskeið

Vill helst elda alfarið úr íslensku hráefni

Kári Þorsteinsson yfirkokkur og eigandi Nielsen veitingahúss ræðir um áherslur sínar og reksturinn á Egilstöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband