Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efni sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara, byggingarstjóra og aðra sem ætla að byggja eða gerast ábyrgðarmenn Svansvottaðra bygginga. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um ferlið og hvað þarf að gera til þess að fá byggingu Svansvottaða. Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, sporna við hnattrænni hlýnun og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og íbúa byggingarinnar á notkunartíma. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Svaninn á Íslandi.
Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir þá sem ætla sér að starfa sem byggingarstjórar í samræmi við lög og reglur. Markmið þess er að upplýsa þátttakendur um ábyrgð sína og skyldur. Fjallað er um byggingarleyfi og önnur samskipti sem byggingarstjóri þarf að eiga við byggingaryfirvöld og hlutverk hans við verkframkvæmdir. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Mannvirkjastofnun.
Hagnýtt örnámskeið í sex hlutum fyrir alla þá sem vilja nýta betur Microsoft ToDo hugbúnaðinn.
Níu sérlega hagnýt ráð fyrir alla þá sem nýta sér Microsoft Outlook tölvupóstinn í starfi eða frístundum.
Hvað er samfélagsleg nýsköpun? Dr.Tryggvi Thayer sérfræðingur í nýsköpun útskýrir og gefur dæmi.
Opnunartímar: mánudagar-fimmtudagar 9:00 - 16:00 | föstudagar 9:00 - 14.00