Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Fusion 360 - á þínum hraða þegar þér hentar - Tölvuteikning

Frábært námskeið fyrir alla þá sem vilja getað teiknað í tölvu án mikils tilkostnaðar. Fusion 360 forritið er hægt að nálgast endurgjaldslaust og fá nemendur kennslu í að setja það upp. Námskeiðið er byggt upp með þarfir málm- og véltæknigreina í huga en það nýtist öllum sem hafa gaman af því að hanna og teikna upp hugmyndir sínar. Á námskeiðinu er sér kafli um hvernig á að vista teikningar til þrívíddarprentunar. Fusion 360 er forrit frá Autodesk. Vinnuumhverfið er því kunnuglegt þeim sem hafa unnið í AutoCad og Inventor.

Suðupróf - yfirseta

Iðan fræðslusetur í samstarfi við TUV-Nord býður nú suðumönnum að taka suðupróf hjá viðurkenndum samstarfsaðila TUV hér á Íslandi. Hlutverk Iðunnar felst í því að sjá um yfirsetu við framkvæmd suðuprófsins og afhendingu prófgagna til rannsóknarstofu TUV. Eftir að suðupróf er tekið fær suðumaður vottað suðuskírteini ásamt reikningi frá TUV-Nord. Kennarar geta gefið upplýsingar um verð fyrir mismunandi suðupróf skv. verðskrá TUV.

Vottaðir suðuferlar - yfirseta

Iðan fræðslusetur í samstarfi við TUV-Nord býður fyrirtækjum og einstaklingum að vinna suðuferla til vottunar hjá viðurkenndum samstarfsaðila TUV hér á Íslandi. Hlutverk Iðunnar felst í því að sjá um yfirsetu við framkvæmd suðuferilsins og afhendingu prófgagna til rannsóknarstofu TUV. Eftir að rannsóknarstofa TUV hefur viðurkennt ferilinn með viðeigandi prófunum fær fyrirtæki/einstaklingur vottaðan suðuferil ásamt reikningi frá TUV-Nord. Kennarar geta gefið upplýsingar um verð fyrir mismunandi suðuferla skv. verðskrá TUV.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Excel í iðnaði fyrir algjöra byrjendur

Á þessu Excel grunnnámskeiði ætlum við að fara yfir það helsta, kynnast forritinu, tala um borða, dálka, raðir og margt fleira.

Einfaldlega InDesign

Hér kennir Sigurður Ármansson hönnuður leikum jafnt sem lærðum á InDesign umbrotsforritið frá Adobe.

Umbúðir grunnur

Eru umbúðir hluti af þínu starfi? Viltu dýpka þekkingu þína á hönnunar- og framleiðsluferlinu? Ertu hönnuður, sölumaður eða starfsmaður í greininni og langar að bæta við þig þekkingu. Þá er þetta námskeið fyrir þig.

+ Fleiri námskeið

Raunfærnimat

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Að loknu raunfærnimati er hægt að halda áfram námi og ljúka sveinsprófi.
Mynd -

Fræðslumolar í matreiðslu

Fræðslumolar

Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir...

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk
Myndskeið

Vill helst elda alfarið úr íslensku hráefni

Kári Þorsteinsson yfirkokkur og eigandi Nielsen veitingahúss ræðir um áherslur sínar og reksturinn á Egilstöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband