image description

Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í mars 2022 og verður námskeiðið í fjarkennslu. Opnað verður fyrir fyrirlestra þriðjudaginn 15. mars og verða þeir opnir til 2. apríl. Námskeiðinu lýkur með prófi laugardaginn 2. apríl, (allar dagsetningar eru settar fram með fyrirvara um breytingar).

Námskeiðsgjald er 95.000.- kr. og 60.000.- kr. fyrir þá sem sækja námskeiðið til endurmenntunar án prófs.

Umsókn fer fram á vef IÐUNNAR fræðsluseturs ásamt fylgigögnum eigi síðar en föstudaginn 25. febrúar.

Fylgigögn eru:

  • afrit af prófskírteini umsækjanda
  • vottorði frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um réttindi til starfsheitis
  • vottorði/um um 3 ára starfsreynslu, sbr. 1.mgr. 26.gr. laga um mannvirki

Hafðu í huga:

Samkvæmt lögum um mannvirkin nr. 160/2010 er skilyrði fyrir löggildingu m.a.: Að umsækjandi hafi sérhæft sig á viðkomandi löggildingarsviði og öðlast starfsreynslu hjá löggiltum fagmanni á sviðinu. Starfsreynslutíminn skal ekki vera skemmri en þrjú ár eftir að námi í viðkomandi sérfræðigrein lýkur, þar af minnst eitt ár við mannvirkjagerð á Íslandi. Í vottorði um starfsreynslu skal gerð grein fyrir þeim verkefnum sem umsækjandi hefur unnið að á starfsreynslutímanum. Starfsreynslutíma skal lokið áður en námskeið og próf skv. b-lið eru sótt.

Þetta þýðir að starfsreynsluvottorð þarf að vera undirritað af þeim sem viðkomandi hefur unnið hjá/með og að sá aðili sé með löggildingu á því sviði sem um er að ræða. Þegar umsækjendur hafa verið að starfa á stórum vinnustöðum eins og t.d. stórum verkfræðistofum þá hefur það einnig verið tekið gilt ef mannauðsstjóri eða álíka starfsmaður hefur skrifað upp á að umsækjandi hafi unnið á viðkomandi löggildingarsviði undir handleiðslu fagmanna á því sviði.


(ath. öllum gögnum skilað inn stafrænt)

Nánari upplýsingar veitir Birgir Hólm í síma 663 7140.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband