image description

Fjarnám

Iðan fræðslusetur býður upp á fjarnám á öllum námskeiðum þar sem verklegrar kennslu er ekki krafist.

Fyrirkomulag fjarnáms

Fjarnám Iðunnar fræðsluseturs er í rauntíma. Áður en kennsla hefst fá nemendur senda vefslóð að kennslukerfinu (GotoMeeting) í tölvupósti sem þeir smella á og fá þannig aðgang að kennslunni. Nemendur geta fylgst með kennara og einnig því sem fram fer á skjá kennara. Nemendur geta haft samskipti við kennara, t.d. í gegnum spjall eða hljóðnema.

Tækjabúnaður, hugbúnaður

Grunnforrit eins og ritvinnsluforrit og forrit til að skoða PowerPoint glærur, þurfa að vera til staðar, þekking nemenda á notkun þeirra og færni til að tileinka sér notkun kennsluvefs. Síðast en ekki síst þurfa fjarnemar að hafa tíma til að stunda námið!

Þeir nemendur sem eru með Hotmail eða Gmail netföng eru beðnir að hafa í huga að líklegt er að fjölpóstur til þeirra getur verið flokkaður sem ruslpóstur. Þetta getur átt við um póst frá Iðunni. Einfaldast er að koma í veg fyrir þetta með því að setja viðkomandi netfang á lista yfir örugg netföng (Safe List).

Nettenging

Mikilvægt er að fjarnemar hafi netfang og sæmilega góða nettengingu til að streymi á mynd og hljóði virki sem best.

Kennsla og samskipti við kennara

Kennsla í fjarnámi er í rauntíma og nemendur fylgjast með kennara og námsefni um leið og kennslan fer fram.

Námsefni

Nemendur geta sótt námsefni námskeiðs með því að skrá sig inn á Mínar síður og smella svo á heiti viðkomandi námskeiðs. 

Tengiliðir

Á vefsíðu hvers námskeiðs kemur fram hver er tengiliður Iðunnar við námskeiðið.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband