Staðnám

Kælitækni CO2 kerfi

Vélstjórar, Kælitæknimenn, Vélfræðingar, Véltæknimenn

Á námskeiðinu er farið í gegnum bæði fræðilega og verklega hlið á hönnun og rekstri kælikerfa framtíðarinnar með CO2 sem kælimiðil. Þetta námskeið veitir þér grunnþekkingu í hönnun, gangsetningu, rekstri og viðhaldi kælikerfa sem nota CO2 sem kælimiðil. Fræðilega kennslan er staðfest með verklegum æfingum þar sem þátttakendur fá að breyta innstillingum á CO2 æfingarkælikerfunum og sjá þau áhrif sem það hefur. Einnig er sýnt hvernig á að fylla og tæma kælikerfi með CO2 kælimiðli og bent á mismuninn samanborið við þekktari kælimiðla.

„Ég get hrósað þessu námskeiði alveg upp í hárstert, Ég fékk mikið út úr þessu námskeiði sérstaklega varðandi verklega þætti sem hafa komið sér vel þegar ég hef unnið við CO2 kerfi. Ég vona að þið hafið fleiri námskeið af sömu gæðum“.
Hans Hansen. Gram Commercial A/S

Þátttakendur fá grunnþekking í hönnun, gangsetningu, rekstri og viðhaldi kælikerfa sem nota CO2 sem kælimiðil. Námskeiðið veitir einnig hagnýta innsýn í mismunandi tegundir CO2 kælikerfa og farið í gegnum virkni þeirra. CO2 er áhugaverður kælimiðill. Hann er hvorki eldfimur né eitraður og hefur mjög góða nýtni, sérstaklega á norðlægum slóðum. Í takt við tækniþróun og vaxandi umhverfissjónarmið eykst notkun á kerfum með CO2 sem kælimiðil hröðum skrefum.

Ávinningur

  • Grundvöllur til at meta CO2 sem kælimiðil og bera saman við aðra kælimiðla.
  • Þekking á hönnun kælikerfa með CO2.
  • Forsendur til að ræða val íhluta við birgja.
  • Hagnýtt þekking á öryggiskröfum CO2 kerfa.
  • Reynsla af tæmingu, áfyllingu, ræsingu, stjórnun og stöðvun „kaskade og transcritical“ CO2 kerfa.
  • Skilningur á sérstökum eiginleikum CO2 sem kælimiðils.

Námskeiðið er sniðið að einstaklingum sem sjá um hönnun, útreikninga, uppsetningu, rekstur og viðhald kælikerfa með CO2. Það eru meðal annars þjónustumenn og hönnuðir kælikerfa, rekstraraðilar, ráðgjafar, verkefnisstjórar, uppsetningarmenn og vélstjórar.

Innihalds lýsing

  • Kynning á CO2 sem kælimiðli.
  • Öryggi varðandi CO2 kerfa og efnisval.
  • Kerfishönnun.
  • Íhlutir.
  • CO2 iðnaðarkerfi.
  • CO2 verslunarkerfi.
  • CO2 transkritísk kerfi.
  • Tilskipun EES um þrýstibúnað (PED) og samsetningar röra í tengslum við CO2.
  • Rekstur, umönnun og viðhald.
  • Kynning á verlegum æfingum.Verklegar æfingar: „Cascade“ kerfi - „Transcritical“ kerfi - áfylling og tæming kælimiðils.

Kennslan skiptist á milli fræðilegrar umfjöllunar, þekkingar og reynslu miðlunar, verklegra æfinga og sýnikennslu.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband