Staðnám

Skapandi samskipti og færni í tjáningu

Allir

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Á þessu námskeiði lærir fólk að styrkja sjálft sig í samskiptum sínum við aðra gegnum skemmtilegar og örvandi æfingar.

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig skapandi og jákvæð samskipti geta örvað og hjálpað okkur í vinnu og frístundum. Unnið er með mikilvægi jákvæðrar nálgunar og sveigjanleika í allri samvinnu og samstarfi.Á námskeiðinu eru gerðar æfingar sem örva skapandi hugsun og þjálfa lifandi samskipti í aðstæðum daglegs lífs. Með ákveðnum æfingum losnar fólk við heftandi hugsanagang, segir skilið við kröfuharðan innri gagnrýnanda og öðlast frelsi gagnvart sjálfu sér og öðru fólki. Þannig verða öll samskipti eðlilegri og afslappaðri.

Á námskeiðinu eru unnar skriflegar, munnlegar og verklegar æfingar sem hjálpa þátttakendum að taka skrefið út úr mótuðu og takmarkandi hugsanamynstri inn í flæði sem eykur frelsi og sköpunargleði.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
01.10.2018mán.20:1522:15Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7
08.10.2018mán.20:1522:15Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7
15.10.2018mán.20:1522:15Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7
22.10.2018mán.20:1522:15Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband