Staðnám

Microsoft Project

Byggingamenn

Þetta námskeið er fyrir alla sem þurfa að skipuleggja og stjórna verkefnum í byggingariðnaði.  Markmið þess er að þátttakendur geti skipulagt, skráð framvindu og gert upp tiltölulega flókin verkefni með Microsoft Project. Farið er yfir helstu þætti verkefnastjórnunar og kennt að beita forritinu við þá. Rakin er skipulagning vinnuferlis, fjallað um CPM- og Pert aðferðirnar, hvernig eigi að jafna álagi á starfsmenn og stýra framvindu verkefna. Þá er kennt að nota skýrslugerð og aðra þætti forritsins til miðlunar upplýsinga. 

Helstu þættir námskeiðsins eru:

Verkefnastjórnun, hvað er verkefni, skilgreining verkefnis með tilliti til tíma, kostnaðar og umfangs. Stjórnun verkefna, utanumhald, eftirfylgni og skýrslugerð.

Uppbrot verkefna í verkþætti (Tasks), áætlun verktíma, tenging verkþátta (Link), áfangar (Milestones) í verkum og hagnýtar leiðbeiningar um flokkun verkþátta í verkeiningar (Phases).

Notkun aðfanga (resources) í verkefnum, áætlun kostnaðar vegna þeirra og skráning margs konar upplýsinga fyrir hvern verkþátt. Munur á efnisaðfangi og vinnandi aðfangi.

Úthlutun aðfanga á hvern verkþátt og mikilvæg atriði við ákvörðun vinnumagns tengd því. Vinnuformúlan.

Fínstilling á eiginleikum aðfanga svo sem hvenær þau eru tiltæk, mismunandi kostnaður eftir tímabilum, nýting aðfanga, jöfnun álags með sjálfvirkum hætti og fleira.

Röðun, flokkun og síun gagna í verkáætlun. Gerð nýrra gagnataflna og aðlögun eldri taflna. Mótun útlits mynda og skýrslna.

Prentun upplýsinga úr Project og birting þeirra á vef.

Aðgangur að Project upplýsingum frá Office forritum og innflutningur gagna úr t.d. Excel.

Aðfangasöfn til að einfalda utanumhald um aðföng sem úthlutað er á mörg verkefni. Utanumhald um mörg verkefni (Project) í einu skjal og tengingar á milli verkþátta í ólíkum verkefnum.

Eftirlit með framvindu verkefna með skráningu á upplýsingum um stöðu verkþátta. Utanumhald um verkþætti sem er bundnir (Critical Path), verkþættir sem er á eftir áætlun og fleira. 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband