Staðnám

Húsgagnagerð 2 unnið úr íslensku skógarefni

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Námskeið þetta er framhald námskeiðsins Húsgagnagerð úr skógarefni 1 og er eingöngu ætlað þeim sem sótt hafa námskeiðið Húsgagnagerð I hjá LbhÍ og hafa kynnt sér viðkomandi tálgutækni, „þurrt í blautt“ samsetningar á kolli, bekk og tréhamri og notað yddara, borvélar, afberkingaráhöld, axir, klippur og sagir við húsgagnagerðina og í skógarvinnu.

Á þessu námskeiði er rifjað er upp verklag og notkun áhalda frá fyrra námskeiði og byggt ofan á þá reynslu. Þátttakendur læra að hanna og vinna frummyndir úr greinaefni Einnig að sækja sér efni í skóg til að útbúa greinahaldara, dýr og húsgögn. Fjallað er um umhirðu og viðargæði trjágróðurs og eiginleika og galla einstakra íslenskra viðartegunda. Ennfremur er fjallað um yfirborðsmeðhöndlun, viðarvörn inni og útihúsgagna og fræðsluefni skoðað sérstaklega hjá netmiðlum og víðar. Öll verkfæri og efni eru til staðar. Þátttakendur þurfa að vera í vinnufatnaði á námskeiðinu og taka með fatnað til útiveru. Allir fara heim með afrakstur námskeiðsins.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
29.03.2019fös.16:0019:00Skógræktarfélag Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi
30.03.2019lau.09:0016:00Skógræktarfélag Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband