Rafmagnsfræði

Véltæknimenn, vélstjórar o.fl.

Að loknu þessu námskeiði þekkir þú grunnatriði rafmagnsfræðinnar ásamt framleiðslu- og flutningsferlum raforku, helstu öryggisatriði varðandi rafleiðara og muninn á milli jafnstraums og riðstraums, einfasa og þriggja fasa rafmagns, lekaliða og öryggja. Einnig verður farið í segulliða, spenna og afriðla, undirstöðuatriði í virkni iðntölva (PLC) og rafmagnsteikningar. Með þessa þekkingu að vopni geturðu notað fjölsviðsmæli (AVO), mælt spennu og einangrað leiðara með því að slá út í töflu og læsa öryggjum til að einangra vélar fyrir viðgerðir og áttar þig á fyrirkomulagi íhluta í rofa- og tengiskápum. Einnig muntu geta breytt snúningi þriggja fasa rafmótora, gert við framlengingarsnúrur, ljósahunda, fjöltengi og sinnt rafgeymum, lesið kraft- og stýrirásateikninga og forritað einfaldar iðntölvur (PLC).


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband