Staðnám

Adobe InDesign Master class f. hönnuði

Grafískir hönnuðir og prentsmiðir

Margir hönnuðir hafa ekki eða gefa sér ekki tíma til þess að fylgjast með hvaða nýjungar eru í forritunum sem þeir nota daglega. Smátt og smátt lengist listinn yfir breytingar sem gætu verið að stytta leiðir og gera þær þægilegri. Eins hefur stundum verið sagt, að ef maður gerir sömu handtökin aftur og aftur í InDesign, sé greinilegt að maður hefur misst af einhverju. Þá ætti nú að vera kominn tími til að bæta úr því.Þetta námskeið er unnið sérstaklega með hönnuði á teiknistofum í huga. Flestir þeirra kunna vel á forritið en eru að sleppa úr þýðingarmiklum atriðum sem gætu verið að auðvelda þeim vinnuna – ef þeir bara vissu af þessum atriðum.Mörg af þeim atriðum sem verður farið í hafa verið lengi í InDesign en eru verulega vannýtt. Meðal þess sem kíkt er á eru margar gerðir stíla, ekki bara Paragraph og Character stílar, töflur, script, Alternete Layout og margt fleira. Einnig er litið á hlutverk InDesign í stóra Creative Cloud samhenginu, hvernig það vinnur með InDesign og hvernig InDesign tengist öðrum forritum þar í gegn.Námskeiðið er uppfært í hvert skipti til þess að taka á því nýjasta sem fram hefur komið í forritinu en jafnframt er fjallað um þær breytingar og umbætur á InDesign sem komið hafa fram síðustu misserin og skipta miklu máli við að auðvelda okkur vinnuna. Námskeiðið er því aldrei eins, þótt það hafi verið haldið í nokkur ár.Verkefni eru leyst í tengslum við efnið svo atriðin festist betur í minni og komið víða við. Unnið með nokkur verkefni þar sem koma fyrir öll algengustu viðfangsefni sem við rekumst á við gerð bóka og bæklinga, auglýsinga og veggspjalda.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband