Staðnám

Hlaðvarp - nýtt tæki í fjölmiðlum og markaðssetningu

Allir

Hlaðvarp er ódýr og einföld leið fyrir einstaklinga, hópa eða fyrirtæki til að koma efni og upplýsingum á framfæri við almenning. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað hlaðvarp er, vinsælustu hlaðvörpin og hvernig hlaðvarpsþættir eru framleiddir og þeim komið á framfæri við almenning. Þátttakendum stendur til boða að fá aðstoð við að framleiða einn hlaðvarpsþátt.

Hlaðvörp (e. podcast) njóta vaxandi vinsælda og sem dæmi má nefna að fjórðungur Bandaríkjamanna hlustar á hlaðvarp mánaðarlega, þriðjungur á aldrinum 25 - 54 ára. Á námskeiðinu verður fjallað um vöxt miðilsins, einkenni vinsælla hlaðvarpa og tekjumöguleika. Þá verður fjallað um aðferðir til að búa til hlaðvörp á einfaldan hátt, m.a. með ókeypis forritum og ódýrum upptökutækjum. Að lokum verður fjallað um leiðir til að koma hlaðvörpum á framfæri við hlustendur, m.a. í gegnum hlaðvarpsveitur og með markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Þátttakendur sem ætla að fá aðstoð við framleiðslu hlaðvarps þurfa að koma með eigin fartölvu.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband