Staðnám

Loftstýringar

Vélstjórar, vélfræðingar, véltæknimenn, stálsmiðir, rennismiðir, blikksmiðir o.fl.

Tilgangur námsþáttarins er að námsmenn kynnist uppbyggingu og virkni loftstýrikerfa oghelstu einingum þeirra. Þeir fá þjálfun í lestri táknmynda samkvæmt ISO staðli og að þekkjasamhengi flatar, þrýstings og krafts. Fjallað er um hvernig einingar loftstýrikerfa eru valdar ogsettar upp samkvæmt teikningu. Námsmenn þjálfast í að nota einfaldar teikningar afloftkerfum til stuðnings við bilanaleit, lesa úr teikningum og teikna lítil loftstýrikerfi.Hæfniviðmið námsþáttarNámsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:- Grundvallaratriðum í loftstýringum.- Virkni helstu íhluta loftkerfa.- Virkni helsta búnaðar í loftkerfum og virkni hans.- Samhengi flatar, þrýstings og krafts.Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:- Lesa táknmyndir samkvæmt ISO staðli.- Nota reglur og staðla í almennri stýritækni.- Teikna, setja upp og tengja lítil loftstýrikerfi.- Þjónusta loftkerfi hvað varðar meðhöndlum lofts (raka, síun og hitastig).Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:- Rekja og gera sér grein fyrir virkni einfaldra loftstýrikerfa með hjálp tengimynda.- Útskýra byggingu og virkni einstakra hluta í loftkerfum. Þá eru loft og vökvakeri borin saman og farið yfir oliur og feiti í loftkerfum.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband