Hönnun vökvakerfa

Málmiðnaðarmenn - vélvirkjar - vélstjórar

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Að námskeiðinu loknu geta nemendur hannað vökvakerfi, framkvæmt hönnunarbreytingar á vökvakerfum, gert útboðsgögn og tekið út uppsett vökvakerfi.Farið verður ítarlega í notkunarmöguleika FluidSim. Æfð teikning á vökvakerfum og framsetning. Virkni allra íhluta vökvakerfa ásamt rörum og slöngum. Skoðuð breyting á virkni við mismunandi álag, þrýsting, olíuflæði og fleira. Varnir í vökvakerfum. Hvernig verjum við kerfið og hluti þess gagnvart álagi, hávaða og áföllum (shocks). Útreikningar á stærðum íhluta, afköstum og öryggismál. Farið verður í stýringar vökvaloka með lofti, vökva og rafmagni. Uppsetning útboðsgagna fyrir vökvakerfi. Staðlar (IST 30). Eftirlit með uppsetningu, úttekt og prufukeyrsla. Skýrslugerð.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
20.11.2019mið.08:3016:30IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
21.11.2019fim.08:3016:30Ekki skráð
22.11.2019fös.08:3016:30Ekki skráð
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband