Staðnám

Öryggistrúnaðarmenn og -verðir

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Á námskeiðinu er farið yfir alla helstu málaflokka sem varða vinnuumhverfi starfsmanna s.s. hávaða, lýsingu, inniloft og loftræstingu innanhúss, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti heilsuvernd á vinnustað, vinnuslys og slysavarnir og notkun persónuhlífa. Vinnuverndarlögin (46/1980) eru kynnt sem og reglur sem settar eru í samræmi við þau.  

Auk þess er fjallað um hvernig haga skuli gerð áhættumats en árið 2003 voru sett inn í vinnuverndarlögin (46/1980) ákvæði um að atvinnurekandi beri ábyrgð á að gert sé sérstakt skriflegt áhættumat þar sem áhætta í starfi, með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna, er metin. Einnig gefst þátttakendum kostur á að kynna sér fræðsluefni sem Vinnueftirlitið hefur gefið út en það nýtist vel í störfum öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. 


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
15.01.2020mið.09:0016:00Dvergshöfði 2
16.01.2020fim.09:0016:00Dvergshöfði 2
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband