Staðnám

Eldvarnarfulltúi - skyldur og verkefni

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Um er að ræða eins dags námskeið sem fjallar um skyldur og verkefni eldvarnarfulltrúa. Eldvarnarfulltrúi annast daglegar skyldur eiganda er varða brunavarnir bygginga. Eldvarnarfulltrúi getur ýmist verið eigandi bygginga, forráðamaður, starfsmaður þeirra eða verktaki sem annast þessar skyldur.  Eigandi mannvirkis ber ábyrgð á að það fullnægi kröfum um brunavarnir sem fram eru settar í lögum og reglugerðum og að brunavarnir taki mið af þeirri starfsemi sem fer fram í mannvirkinu eða á lóð þess á hverjum tíma. Það er alltaf þörf á eldvarnarfulltrúa og ef eigandi eða forráðamaður skipa ekki eldvarnafulltrúa eru þeir sjálfkrafa eldvarnarfulltrúar í þeim skilningi að þeir þurfa sjálfir að annast allar daglegar skyldur er varða brunavarnir.

Farið verður yfir lög og reglugerðir er varða viðfangsefnið. Það eru margir aðilar sem koma að brunavörnum bygginga, bæði innan og utan fyrirtækja, farið verður yfir hlutverk hvers aðila oghvernig þessir aðilar tengjast eldvarnarfulltrúanum.  Eitt af því sem farið verður yfir er gerð þjónustusamninga og  verkefni viðurkenndra þjónustuaðila.

Kynnt verður mikilvægi viðbragðsáætlana og hvernig skrásetningu brunavarna er almennt háttað auk þess sem farið verður yfir mikilvægi samþykktra aðaluppdrátta.  Námskeiðið tekur því fyrst og  utanumhaldi, skráningu, rekstri og hvernig þessi mál snerta gæðakerfi fyrirtækja.

Þátttakendur fá viðurkenningarskjal frá Mannvirkjastofnunað námskeiði loknu.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
05.02.2020mið.08:1514:45IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband