Staðnám

Áhættugreiningar í bygginga- og mannvirkjagerð

Byggingamenn

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja í byggingariðnaði sem þurfa að gera áhættugreiningar fyrir störf sem unnin eru innan fyrirtækisins.  Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um að gera nýjar áhættugreiningar fyrir störf í bygginga- og mannvirkjagerð hvort sem um er að ræða störf á byggingarstað eða annars staðar.   Farið verður yfir kröfur til fyrirtækja um gerð áhættugreininga og verkferla við gerð þeirra. Þátttakendur fá í hendur form til að gera áhættugreiningar og koma út af námskeiðinu með fullbúnar áhættugreiningar sem nýtast þeim við rekstur öryggismála við verklegar framkvæmdir. 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband