Staðnám

SketchUp Free - Vinnubúðir

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Þetta námskeið er framhald í Sketchup. Það er hugsað sérstaklega fyrir þá sem hafa komið á námskeið í Sketchup eða hafa grunnfærni í forritinu. Áhersla er á að teikna upp hús og innviði þess, en nemendur geta einnig komið með eigin verkefni til að vinna í tímunum. Hver tími er þrjár klukkustundir og er fyrstu klukkustundinni varið í að fara yfir hvernig eigi að nota forritið til ákveðinna hluta.

 Námskeiðið er haldið á fimmtudögum frá kl. 15-19. Yfirlit yfir áherslur hvers dags

1. Upprifjun á helstu teiknitólum í forritinu og hvernig nota eigi „layers/tag“. Vinnutími undir handleiðslu.

2. Upprifjun á muninum á „groups“ og „compnonents“. Kennsla í „components“. Vinnutími undir handleiðslu.

3. Farið í málsetningar merkingar og magntökur. Vinnutími undir handleiðslu.

4. Uppsetning teikninga og hvernig hægt er að gera þær fallegar. Vinnutími undir handleiðslu.

Notast er við Sketchup Free sem nálgast má ókeypis á netinu. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi prófað forritið og geti notað helstu skipanir eins og „Line“, „Push/Pull“ og „Move/Copy“. Markmið námskeiðsins er að nemendur geti nýtt sér Sketchup við að teikna upp byggingar eða hluta þeirra og útbúið teikningar með málsetningum.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
05.03.2020fim.16:0019:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
19.03.2020fim.16:0019:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
26.03.2020fim.16:0019:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
02.04.2020fim.16:0019:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband