Staðnám

Markviss stjórnendaþjálfun

Byggingamenn

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Stjórnendaþjálfun fyrir bæði millistjórnendur og stjórnendur sem vilja ná árangri með áherslu á „mannlegu“ þætti stjórnandans. Lögð verður áhersla á mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig og fólkið sitt sem stjórnandi. Námið byggist upp á fyrirlestrum og fjölmörgum hagnýtum æfingum. Efnistök eru eftirfarandi:

  • Orkustjórnun - Farið er yfir hvernig stjórnandinn getur nýtt orkustjórnun til að auka gæði vinnunnar, afköst og framlegð og um leið aukið starfsgleði og stuðlað að auknu heilbrigði sínu og sinna starfsmanna. Farið er yfir helstu þætti orkustjórnunar og hvernig er hægt að nýta þá til að auka daglega orku.
  • Samskipti og lausn ágreinings - Markmiðið vinnustofunnar er fyrst og fremst að efla einstaklingana í sinni samskiptafærni og láta þá ákveðin verkfæri til að byggja upp áhrifaríkt samstarf ásamt því að fara yfir árangursríkar leiðir til þess að takast á við óhjákvæmlegar áskoranir í tengslum við ágreining og/eða óánægju sem er óhjákvæmileg í samstarfi við aðra.
  • Stjórnun mannauðs - Vinnustofan fjallar dagleg viðfangsefni stjórnandans í tengslum við stjórnun fólks. Kynntar og æfðar eru hagnýtar leiðir sem stjórnendur geta nýtt til að virkja og hvetja starfsmenn sína auk þess að efla þá við að taka á erfiðum starfsmannamálum.
  • Leiðtoginn og breytingastjórnun - Fjórða og síðasta lotan fjallar um leiðtogann og mismunandi leiðtogastíla. Áhersla er lögð á þjónandi forystu á tímum breytinga.

Leiðbeinendur frá Hagvangi.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
16.03.2020mán.08:3017:00Akureyri, Símey Þórsstíg 4
16.04.2020fim.08:3017:00Akureyri, Símey Þórsstíg 4
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband