Staðnám

Að framleiða umbúðir

Sölumenn, prentsmiðir, grafískir hönnuðir

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Hvað tekur við eftir að gögnum „Tilbúið til prentunar“ er skilað inn til umbúðaframleiðanda?Á námskeiðinu er farið í hvaða vinna fer í gang og hvers vegna hún er nauðsynleg til að verkefnið „ Tilbúiðtil prentunar“ verði í raun tilbúið til framleiðslu. Hvað felst í því að undirbúa og aðlaga innsend gögn að framleiðsluferlinu. Hvaða íhlutir eru nauðsynlegir og til hvers notaðir. Nemandi öðlast þekkingu á íhlutum eins og stansi, úrtökuplötu og mótplötum, hvernig þau eru búin til og síðan notuð í framleiðsluferlinu við stönsun, límingu og frágang. Nemandi fær dýpri skilning á tæknilegri hlið umbúðaframleiðslu, sérstöðu hennar og nákvæmni.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
17.03.2020þri.09:0013:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
19.03.2020fim.09:0013:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband