Fjarnám

Stafræn gæðastýring

Byggingamenn

Námskeið þetta er ætlað iðnmeisturum og byggingarstjórum. Á námskeiðinu verða allir fullfærir um að halda utan um eigin úttektir og alla verkferlaskráningu eigin verka sem og utanumhald allra gagna er viðkoma verkinu. Það verður farið yfir á mjög einfaldan hátt hvernig hægt er að framfylgja því sem stendur í lögum um eigin úttektir með stafrænum verkfærum. Námskeiðið er verklegt og þurfa allir að koma með snjallsíma eða spjaldtölvu. Sýnt verður á mjög einfaldan hátt hvernig úttektir í máli og myndum fara fram og hvernig eftirvinnslu þeirra skráninga/ganga er háttað. Unnið verður með gæða- og verkefnastýringarkerfið Ajour. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband