Staðnám (fjarnám í boði)

Verkefna- og gæðastjórnun fyrir verkefna- og byggingarstjóra

Byggingamenn

Þetta námskeið er ætlað verkefna- og byggingarstjórum við mannvirkjagerð. Á námskeiðinu er farið yfir öll helstu verkefni verkefna- og byggingarstjóra sem stjórnenda í bygginga- og mannvirkjagerð svo sem áætlanir, skýrslugerð, gæðastýringu og eftirlit. Sýnd eru dæmi úr gæðakerfi sem byggir á SharePoint og Ajour sem getur einfaldað og tryggt góðan árangur við áætlanagerð, skráningar, gæðastýringu og eftirlit. Til skoðunar eru verkáætlanir, kostnaðaráætlanir, mannafla- og tækjaáætlanir, innkaupaáætlanir, skráningar frábrigði, öryggis- og heilbrigðisáætlanir,  skráningar aukaverka og  breytinga, skráning dagbókar, vikuskýrslu og fl. Sérstök áhersla er lögð á hvernig færa má áætlanir og verkþáttarýni yfir í gæðastýringaráætlun og þaðan til eftirfylgni í Ajour. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa góðan skilning og  yfirsýn yfir þær kröfur sem gerðar eru um góða verkefna- og gæðastjórnun og skilja notkun á SharePoint og Ajour sem verkfæri til góðrar stjórnunar.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
06.11.2020fös.13:0019:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
07.11.2020lau.09:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband