Fjarnám

Endurmenntun atvinnubílstjóra - Fagmennska og mannlegi þátturinn

Atvinnubílstjórar

Bílstjóri skilji að þekking og færni er undirstaða fagmennsku. Bílstjórinn þekki þætti í daglegu lífi og starfsumhverfi sem hafa áhrif á öryggi hans, heilsufar og andlega og líkamlega líðan. Hann þekki einkenni þreytu og streitu og viðbrögð þar við. Hann skilji feril skynjunar, hegðun manna í umferðinni og mikilvægi sálrænna þátta í umferðar- og vinnuslysum. Að því er stefnt að bílstjórinn: Þekki meginreglur vinnuvistfræðinnar og hvernig draga megi úr andlegum og líkamlegum afleiðingum vinnuálags, skilji samhengið milli umhverfis, ökutækis og mannlegra þátta með tilliti til umferðaröryggis, skilji eðli skynjunar og mannleg viðbrögð við ýmsum aðstæðum, geri sér grein fyrir þýðingu þess að veita góða þjónustu, hvort sem verið er að flytja vörur eða farþega, þekki og tileinki sér þá þætti sem gera hann að fagmanni.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband