Staðnám

Tálgað í tré

Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja læra hvernig hægt er að nota ferskan við úr skóginum, garðinum eða sumarbústaðarlandinu. Markmið þess er að kenna þátttakendum örugg vinnubrögð og að lesa í skógarefnið út frá útliti, eiginleikum og notagildi gripanna sem tálga á. Þátttakendur kynnast ýmsum íslenskum viðartegundum, eiginleikum þeirra og nýtingarmöguleikum og læra að tálga nytjahluti og skrautmuni úr þeim. Allt efni og áhöld eru til staðar á námskeiðinu. Óskað er eftir að þátttakendur mæti í vinnufatnaði eða taki með sér svuntu og fatnað eftir veðri vegna skógarferðar. Hægt verður að kaupa tálguhníf á námskeiðinu fyrir þá er vilja


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband