Staðnám

Hjólastilling

Bifreiðasmiðir - Bifvélavirkjar

Á námskeiðinu eru skoðaðar ýmsar gerðir og útfærslur stýrisfjöðrunar- og hjólabúnaðar ökutækja. Farið yfir áhrif hjólhorna stýris- og hjólabúnaðar á aksturseiginleika bifreiða. Gerðar verklegar æfingar í mati á stýris- og hjólabúnaði. Farið yfir hvernig skal undirbúa ökutæki og stilla því upp fyrir hjólastillingu. Hjólastilling skal vera í samræmi við leiðbeiningar og fyrirmæli framleiðanda.

Þátttaka á þessu námskeiði veitir skráningu á lista Samgöngustofu (US.355) yfir þá sem mega gefa út hjólstöðuvottorð að undangenginni úttekt á vinnustað þeirra. Til að öðlast réttindin þarf viðkomandi að sækja námskeiðið tiltekna tíma á fyrri hluta námskeiðsins, síðari hlutinn er fyrir þá sem vilja bæta við sig aukinni þekkingu á viðfangsefninu.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband