Fjarnám

Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir

Farið er yfir hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda á vinnustöðum. Vinnuverndarlögin og reglugerðir um vinnuverndarmál eru kynnt. Farið er yfir helstu málaflokka vinnuverndarinnar, s.s. líkamsbeitingu, efni og inniloft, vélar og tæki, umhverfisþætti eins og t.d. hávaða og lýsingu og sálfélagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni. Farið er ítarlega yfir áhættumat starfa en það er helsta hlutverk öryggistrúnaðarmanna og öryggisverða að framkvæma það og fylgja því eftir.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband