Staðnám

Lífsferilsgreiningar í byggingariðnaði

Bygginga- og mannvirkjagreinar

Þetta námskeið er fyrir iðnaðar- og tæknifólk sem kemur að efnisvali bygginga og mannvirkja.  Markmið þess er að kynna þátttakendum lífsferilsgreiningar bygginga og hugmyndafræði þeirra, hvernig þær eru gerðar og hvernig megi lágmarka kolefnisspor framkvæmda. 

Lífsferilsgreiningar eða LCA (Life Cycle Analysis) eru að koma sterkt inn í byggingariðnaðinn og er það í tengslum við sjálfbærnibyltinguna sem er að eiga sér stað. Með LCA er hægt að lágmarka kolefnisspor og minnka skaðleg áhrif á umhverfið. Umhverfisvottanir hafa sett auknar kröfur á hönnun bygginga hvað varðar gæði og sjálfbærni en skylt er að gera lífsferilsgreiningar t.d í BREEAM vottunarferli.

Á námskeiðinu verður farið yfir:

  • Grunnatriði sjálfbærni í byggingariðnaði
  • Hvað er LCA?
  • Hringrásarhagkerfið
  • Umhverfisvottanir
  • BREEAM
  • Svanurinn
  • EPD yfirlýsingar
  • LCA verkefni sem unnið verður í OneClick LCA

Námskeiðið er verklegt að hluta til svo æskilegt er að þátttaendur taki með sér fartölvu.  Einnig er hægt að fá lánaða tölvu á kennslustað. Nánari upplýsingar um undirbúning verða sendar þátttakendum.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband