Staðnám (fjarnám í boði)

Hússtjórnarkerfi - rekstur og viðhald

Blikksmiðir, vélvirkjar, vélfræðingar og fl.

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Námskeiðið veitir innsýn í vaxandi mikilvægi tæknilegs rekstrar á opinberum og einkareknum byggingum og hver eru markmið og verkefni rekstrarsviðs. Nútíma byggingar er oftar en ekki hlaðnar tæknikerfum af ýmsum toga.

Starf umsjónaraðila slíkra bygginga hefur því undanfarin misseri tekið stakkaskiptum hvað varðar kröfu um tæknilæsi og meðhöndlun upplýsinga. Eitt öflugasta verkfæri umsjónarmanna er í dag Hússtjórnarkerfi en meginmarkmið þess er að stýra notkun, samræma og vakta hin ýmsu tæknikerfi byggingarinnar.

Að loknu námskeiði ættir þú að geta útbúið hagnýtar starfslýsingar sem lýsa markmiðum og verkefnum rekstrarsviðs, auk þess að öðlast aukinn skilning á því hvaða verkfæri og kerfi rekstraraðilar þurfa að hafa til að geta sinnt starfi sínu á skilvirkan hátt.


Farið er yfir eftirfarandi meginsvið á námskeiðinu:

  • Helstu kröfur notanda til tæknikerfa í byggingum
  • Uppbygging Hússtjórnarkerfis og helstu tæknikerfi bygginga
  • Notkunarmöguleikar hússtjórnarkerfis
  • Bilanaleit og fyrirbyggjandi aðgerðir með hússtjórnarkerfi
  • Eftirlit og stjórnun orkunotkunar í byggingum


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
08.05.2023mán.09:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband