Staðnám

Loftþéttleikamælingar húsa

Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja kynna sér og/eða framkvæma loftþéttleikamælingar á húsum.  Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um loftþéttleikamælingar og framkvæmd þeirra. Á námskeiðinu fara fram mælingar á þéttleika tilraunahúss Iðunnar og BYKO sem stendur á lóð Iðunnar og munu allir þátttakendur fá að framkvæma slíkar mælingar. 

Í kafla 13.5 í byggingarreglugerð um lofþéttleika húsa segir að tryggja skuli að hús séu nægjanlega loftþétt til að koma í veg fyrir orkutap og að dragsúgur valdi ekki óþægindum.  Fyrir fullhitað húsnæði (Ti>[18°C]1)) skal miða við að þéttleiki byggingarflata í hjúpfleti sé nægjanlegur þannig að lofthleypni mæld við 50 Pa mismunaþrýsting sé minni heldur en töflugildi sýna.

Farið verður í gegnum aðferðafræði loftþéttleikamælinga ásamt tækjum og hugbúnaði sem notaður er við mælingarnar.  Einnig verður fjallað um loftleka, helstu ástæður fyrir þeim og þær afleiðingar sem þeir geta haft í för með sér.  Einnig hvaða ráðstafanir er hægt að gera til að þétta hús fyrir loftlekum. 

Námskeiðið er í tvennu lagi, annars vegar fræðilegur hluti sem er 3 klst og inniheldur m.a. verkefni sem unnið er í tölvu sem er á staðnum.  Hins vegar er  verklegur hluti sem er 1,5 klst.  Allir þátttakendur sitja fræðilega hlutann en verklega hlutann framkvæma tveir þátttakendur saman.  Verklegi hlutinn fer fram daginn eftir fræðilega hlutann ef veður leyfir annars í samráði við þátttakendur. 

Leiðbeinendur á námskeiðinu hafa báðir sótt námskeið erlendis í loftþéttleikamælingum og einnig framkvæmt þær við raunverulegar aðstæður hérlendis og erlendis í mismunandi mannvirkjum.  Jósef Anton Skúlason er húsasmíðameistari og byggingarstjóri.  Ásgeir Valur Einarsson er byggingafræðingur og leiðtogi sjálfbærni hjá Iðunni fræðslusetri.  

Námskeiðið var búið til með styrk úr Aski - mannvirkjarannsóknarsjóði.




Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband