Staðnám (fjarnám í boði)

Tækifærin á LinkedIn

Stjórnendur, sölumenn, viðskiptastjórar, markaðsfólk, hönnuðir, umbrotsfólk, grafískir miðlarar

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Starfstengdi samfélagsmiðillinn Linkedin er einn mest vaxandi samfélagsmiðill landsins. Linkedin spilar stöðugt stærra hlutverk í tengslamyndun og atvinnuleit einstaklinga en ekki síður sem miðill fyrir stjórnendur og fyrirtæki til að miðla upplýsingum og markaðssetja sig gagnvart t.d. haghöfum og framtíðar starfsmönnum. Steinar Þór Ólafsson, eða „Steinar á Linkedin“ eins og sumir hafa kosið að kalla hann, hefur nýtt miðilinn í sína þágu á undanförnum árum en sömuleiðis aðstoðað fjölda fyrirtækja og stjórnendur að koma auga á og nýta sér tækifærin á Linkedin. Á þessu námskeiði mun hann fara yfir það sem kalla mætti „playbook“ um hvernig einstaklingar og fyrirtæki geta nálgast miðlun á Linkedin til þess að fá sem mest út úr því sér í hag.Námskeiðið er 60 mínútur þar sem farið er í upphafi yfir landslag samfélagsmiðla og hagkerfi athyglinnar. Í framhaldi af því er farið yfir praktísk atriði tengt Linkedin og að lokum miðlar Steinar af reynslu sinni hvernig efni best er að setja inn á miðilinn og leiðir til þess að geta sinnt honum án mikillar fyrirhafnar.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
02.09.2024mán.12:1513:15IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband