Þitt eigið jólakonfekt – skemmtilegt námskeið í konfektgerð með Ólöfu Ólafsdóttur
Allir sem elska gott konfekt
Farið verður í mismunandi aðferðir og tækni við gerð konfekts sem þátttakendur nýta sér við útfærslur á sínu eigin konfekti.
Meðal annars er fjallað um:
- - Temprun á súkkulaði
- - Fyllingar
- - Samsetningu á mismunandi tegundum af konfekti
- - Hjúpun
Allt hráefni verður á staðnum og innifalið í námskeiðsgjaldi. Þátttakendur fá svo afrakstur námskeiðsins með sér heim til að gæða sér á yfir hátíðarnar.
Námskeiðið er 4,5-5 klst.
Leiðbeinandi er Ólöf Ólafsdóttir, einn fremsti konditor landsins. Ólöf sigraði í keppni um eftirrétt ársins 2021 og var einn af meðlimum í kokkalandsliðinu sem hlaut tvenn gullverðlaun og hafnaði í 3. sæti samanlagt á Ólympíuleikunum í matreiðslu í febrúar 2024.
Ólöf gaf út bókina „Ómótstæðilegir eftirréttir“ árið 2023.