Staðnám
Rennismíði og fræsing
Málmtæknimenn - vélstjórar
Á þessu námskeiði er fjallað um vinnsluhætti rennibekkja, bor- og fræsivéla. Einnig er fjallað ítarlega um öryggis- og umgengnisreglur. Þátttakendur læra helstu uppspenniaðferðir í rennibekk og fræsivél og um notkunarsvið skurðarverkfæra. Í lok námskeiðs eiga þátttakendur að geta leyst einföld verkefni í rennibekk og fræsivél.