Staðnám

Ljósmyndanámskeið fyrir fagfólk í matvæla og veitingagreinum.

Fagfólk í matvæla- og veitingageiranum sem vill efla ljósmyndakunnáttu sína með iPhone eða einfaldri myndavél.

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Ljósmyndanámskeið fyrir fagfólk í matvæla og veitingagreinum. Lærðu að taka flottar myndir á iPhone símann eða einfalda myndavél. 
Þetta námskeið er hannað fyrir fagfólk í matvæla- og veitingabransanum sem vill efla ljósmyndakunnáttu sína með iPhone eða einfaldri myndavél. Áherslan er á að ná gæðamyndum fyrir samfélagsmiðla og annað sjónrænt efni.Á degi 1 eru kenndar tvær lotur. Í fyrri lotunni er farið yfir mikilvægi hágæðamynda og í þeirri seinni er farið vandlega í grunnatriði ljósmyndunar auk grunnregla góðrar myndbyggingar.

Á degi 2 eru einnig kenndar tvær lotur, í þeirri fyrri er farið í matarljósmyndunartækni og í þeirri seinni er farið ítarlega í stafræna vinnslu og sjónræna markaðssetningu. Á síðasta degi námskeiðsins er farið í hagnýta notkun og vörumerkjabyggingu og sýnd góð dæmi. Leiðbeinandi á þessu námskeiði er Karl Petterson. Karl er einn allra færasti matarljósmyndari hér á landi og hefur myndað fyrir fjölmargar matreiðslubækur sem komið hafa út undanfarin ár. Karl sýnir margar af sínum bestu myndum á heimasíðu sinni karlpetersson.com


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
11.03.2025þri.14:0018:00Hús fagfélagan Stórhöfða 29-31. jarðhæð í vesturenda, Grafavogsmeginn. Inngangur H, salur Snæfell.
18.03.2025þri.14:0018:00Hús fagfélagan Stórhöfða 29-31. jarðhæð í vesturenda, Grafavogsmeginn. Inngangur H, salur Snæfell.
25.03.2025þri.14:0018:00Hús fagfélagan Stórhöfða 29-31. jarðhæð í vesturenda, Grafavogsmeginn. Inngangur H, salur Snæfell.
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband