Markvisst ráðningarferli

Námskeiðið er ætlað stjórnendum iðnfyrirtækja sem eru að ráða til sín fólk en vantar markvisst ferli til að halda utan um ráðninguna. Katrín Dóra Þorsteinsdóttir leiðir stjórnendur í gengum vinnuferil sem er til þess gerður að auka líkurnar á því að rétti einstaklingurinn verði valinn í starfið. Að mörgu er að hyggja þegar ráða þarf í starf þannig að útkoman verði báðum aðilum farsæl.

Ráðningar eru einnig mikið markaðstæki. Hvernig upplifir umsækjandi sig og hvaða ímynd hefur hann af fyrirtækinu í lokin. Skilvirkt ferli ráðninga eykur líkurnar á því að rétti einstaklingurinn sé ráðinn en ekki síður á það að skila þeim einstaklingum sem ekki fengu þetta starf þeirri upplifum að þeim hafi almennt verið sýnd virðing og kurteisi út allt ferlið.


KAFLAR

Í þessum fyrsta hluta verður fjallað um undirbúning fyrir ráðningar. Hér er farið í þætti er snúa m.a. að greiningu starfsins, auglýsingum og tímalínu ráðningarinnar.
Í öðrum hluta er farið yfir þá þættir sem þurfa að liggja fyrir þannig að atvinnuviðtalið þjóni sínum tilgangi og raunverulega greini hæfasta umsækjandann.
Síðasti hluti námskeiðsins fjallar um sjálfa ákvörðunartökuna og hvernig á að loka ráðningarferlinu.
Hér eru excelskjölin sem notuð eru á námskeiðinu
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband