Fjarnám

Bjór og bjórstílar

Á vefnámskeiðinu er fjallað á áhugaverðan hátt um bjór og bjórstíla í helstu bjórlöndum heims s.s. í Belgíu, Bretlandi, Þýskalandi, Tékklandi og Bandaríkunum. Fjallað er um einkenni, þróun, framleiðslu og bjórmenningu landanna.

Námskeiðið er samtals 3 klst og skiptist í átta sjálfstæða hluta:

  • Inngangur um bjór og bjórstíla
  • Bjórframleiðsla
  • Belgískur bjór
  • Breskur bjór
  • Þýskur bjór
  • Tékkneskur bjór
  • Bandarískur bjór
  • Að smakka bjór


KAFLAR

Stutt kynning á námskeiðinu og innihaldi þess.
Í hjarta allra bjórframleiðslu er breyting á sterkjum í byggi yfir í sykrur og sykrur í gegnum gerjun yfir í áfengi.
Í huga flestra breta þá er breskur bjór eitt af því sem einkennir þá sem þjóð. Breskur bjór hefur haft mikil áhrif á bjórgerð um heim allan en einnig orðið fyrir miklum áhrifum frá öðrum þjóðum.
Sérstaða Belga í bjórheiminum felst í fjölbreytni. Það er svo ótrúlega mikið af brugghefðum í Belgíu að varla er hægt að tala um Belgíu sem eina bjórþjóð heldur mismunandi brugghefðir sem lifa og hrærast og blandas
Bandarísk bjórgerð og bjórhefð einkennist af sköpunargleði, tilraunamennsku og algjört óttaleysi í að nýta eigin hráefni og prófa nýja hluti og búa til nýjar hefðir.
Tékkar eru þekktastir fyrir að hafa þróað fyrsta gyllta ljósa lagerinn og þaðan kemur pilsner nafnið. Í dag má segja að þeir hafi sérhæft sig í að framleiða hversdagsbjór, þ.e bjór sem allir geta drukkið.
Hjá Þjóðverjum er til bjór fyrir hverja árstíð og hvert tilefni. Fyrir Þjóðverja er bjór daglegur hluti af daglegu lífi.
Strong ale, old ale og barley wine eru fjölskylda af bjórum sem eiga rætur sínar að rekja aftur til þess tíma þegar bjór var bruggaður eftir kerfi sem nefnist parti gyle.
Það geta allir drukkið bjór, en það kunna ekki allir að smakka bjór.
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband