KIA rafbílar - Hvað er rafbíll og hvernig virkar hann??
Á þessu vefnámskeiði sem byggt er á efni frá KIA er farið yfir í stuttu máli öll helstu atriði sem tengjast uppbyggingu og virkni rafbíla. Einnig er farið yfir hleðslumál og öryggi ásamt algengum spurningum sem vakna upp hjá fólki sem er í hugleiðingum um að skipta yfir í rafbíl.
Námskeiðið er í heildina 15 stutt mynbönd sem taka fyrir ákveðið málefni og útskýra með myndrænum hætti. Rafbílar KIA eru í forgrunni en margt af því sem kemur fram á einnig við rafbíla almennt og því í raun gagnlegt öllum þeim sem vilja fræðast nánar um rafbíla. rafbíla almennt og því í raun gagnlegt öllum þeim sem vilja fræðast nánar um rafbíla.
KAFLAR
Í þessum kafla er farið yfir muninn á hinum hefðbundna brunabíl og rafbíl ásamt því að grunn virkni rafbílsins er útskýrð.
Í þessum kafla er farið yfir þá íhluti sem byggja upp háspennukerfið s.s. háspennurafhlaðuna og rafmótorinn ásamt öðrum búnaði sem er frábrugðinn því sem vant er eins og kæli og miðstöðvarkerfið og bremsukerfið.
Hér er farið aðeins yfir þær umbreitingar á raforkunni sem á sér stað í háspennu kerfinu.
Í þessum kafla er farið yfir ýmsa virkni sem er sértæk fyrir rafbíla ásamt akstri.
Hér er farið yfir hleðslumál rafbíla, hvaða hleðslutenglar eru á markaðnum, munur á hrað og hæghleðslu ofl.
Í þessum kafla er farið yfir það hvaða hlutir hafa áhrif á drægni rafbíla og hvernig ökumaðurinn getur haft áhrif þar á.
Hér verður farið yfir þær öryggisráðstafanir sem gerðar eru til að tryggja öryggi farþega og viðgerðaraðila.
Í lokin er farið yfir nokkrar algengar spurningar sem vakna oft upp hjá fólki í tengslum við rafbíla.