Fjarnám
Öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir byggingarframkvæmdir
Byggingarmenn
Þetta námskeið er fyrir byggingarmenn sem þurfa að gera öryggis- og heilbrigðisáætlanir fyrir vinnustaði sína. Markmið þess er að þátttakendur afli sér þekkingar á gerð þessara áætlana og geti sjálfir gert þær að loknu námskeiði. Farið er í gegnum helstu þætti og kröfur sem gerðar eru til innihalds öryggis- og heilbrigðisáætlana
KAFLAR
Fjallar um vinnuslys, ákvæði Vinnuverndarlaga um tímabundna mannvirkjagerð og þýðingu öflugrar öryggismenningar.
Fjallar um sérstakar kröfur um vinnuverndarstarf við verklegar framkvæmdir sem byggir á Öryggis- og heilbrigðisáætlun.
Komið inná hver á að gera hvað, verkkaupi, aðalverktaki, undirverktakar, starfsmenn.
Farið yfir samskipti og upplýsingar til nágranna, aðgangsstjórn vinnusvæða og aðkomu neyðaraðstoðar.
Fjallað um gagnsemi verklagsregna, áhættugreiningu verkþátta og sérstakar forvarnir.
Í þessum kafla er farið yfir tilkynningar vinnuslysa, skráningu hættutilvika, lágmarkskröfur um starfsmannaaðstöðu, skipulag vinnusvæða og samskipti, samstarf og upplýsingar til undirverktaka.
Að lokum er farið yfir reglur, staðla, uppsetningu og notkun vinnupalla, merkingar, álagsflokka, öryggiskröfur, ábyrgð þjálfun og þekkingu þeirra sem setja upp vinnupalla sem og aðrar fallvarnir.