Fjarnám

Markaðsmál umbúða

hönnuðir, prentsmiðir, umbúðahönnuðir, umbrotsfólk, sölumenn, markaðsstjórar, markaðsfólk, frumkvöðlar

Umbúðir snerta ótal fleti í markaðsfræði, allt frá hagnýtum atriðum sem varða staðsetningu vörunnar til neytendahegðunar, umhverfismála og jafnvel tilfinninga. Á þessu námskeiði er farið yfir mikilvæg markaðshugtök sem ýmislegt í markaðsfræði sem kemur umbúðum beint við. Farið er sérstaklega yfir þróun og tæknibreytingar sem hafa mikil áhrif á markaðsmál umbúða. Kennari námskeiðsins er María Manda Ívarsdóttir umbúðahönnuður og myndlistarkona.  


KAFLAR

Samkeppni, varan sjálf, vöruflokkur og skynjun neytenda. Það er mikilvægt að skilja hvaða kostnað vara ber og hvaða markaði hún tilheyrir og haga hönnun í samræmi við það. Góð hönnun á umbúðum getur aukið sölu töluvert.
Markaðssetning til mismunandi hópa. Til hverra er raunverulega höfðað? Að skilja markhópinn gefur forskot.
Umbúðir eru ekki bara pakkningar utan um vörur. Vörustandar eru gott dæmi um þetta og spila með hönnun á umbúðum vörunnar. Þá eru umbúðir líka hluti af markpósti.
Umbúðahönnun og framleiðsla hefur þróast gríðarlega síðustu ár. Í upphafi voru umbúðir úr náttúrulegum efnum en með iðnbyltingunni breyttist þetta og fóru úr margnota umbúðum í einnota umbúðir. Einnota umbúðir eru vaxandi ógn við umhverfið og í dag miðar öll þróun að því að gera þær umhverfisvænni. Stafræn tækni hefur einnig haft gríðarleg áhrif, QR kóðar, viðbættur veruleiki og stafræn skynjun.
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband