image description

Hádegisverðarfundur: Hvatning og ráðgjöf á óvissutímum

Mikill samdráttur hefur verið í rekstri prentfyrirtækja undanfarið og margir félagsmenn Grafíu í óvissu um framtíð sína í iðnaðinum. Efnt verður til hádegisverðarfundar í IÐUNNI fræðslusetri Vatnagörðum 20, þann 28. febrúar næstkomandi kl. 12 - 13, þar sem farið verður yfir stöðuna.
Georg Páll Skúlason ræðir um réttindi félagsmanna Grafíu og Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur spjallar um hvatningu og seiglu á óvissutímum. Námsráðgjafi IÐUNNAR fræðsluseturs verður á staðnum og gefur góð ráð.

Léttur hádegisverður í boði IÐUNNAR. Skráið ykkur á fundinn á kristjana@idan.is.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband