image description
Fjarnám

Skráning - Löggilding mannvirkjahönnuða

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í apríl til maí 2023 og verður námskeiðið í fjarkennslu. Opnað verður fyrir fyrirlestra þriðjudaginn 18. apríl og verða þeir opnir til 6. maí. Námskeiðinu lýkur með prófi laugardaginn 6. maí, (allar dagsetningar eru settar fram með fyrirvara um breytingar). Námskeiðsgjald er 95.000.- kr. og 60.000.- kr. fyrir þá sem sækja námskeiðið til endurmenntunar án prófs. Sótt er um þátttöku á námskeiðinu á mínum síðum/öryggi mannvirkja á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, hms.is. Slóðin er hér: https://minarsidur.mvs.is/web/portal/application.html?id=GCGW0N Farið er inn með rafrænum skilríkjum. Þá er farið í umsóknir efst á síðunni og þar undir í reitnum "Löggildingar" er lína "Umsókn á löggildngarnámskeið hönnuða". Fylgigögn eru: 1) Afrit af prófskírteini umsækjanda 2) Vottorð frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um réttindi til starfsheitis 3) Vottorð/um 3 ára starfsreynslu, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um mannvirki Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2023

Þátttakandi
Upplýsingar um greiðslu
Verð: 95000 kr.
Verð til aðila IÐUNNAR: 95000 kr.

Upplýsingar um greiðanda

Skilmálar

IÐAN áskilur sér rétt til að innheimta helming af námskeiðsgjaldi ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið en tilkynnir ekki forföll til IÐUNNAR á netfangið idan@idan.is eða í síma 590 6400 að minnsta kosti 24 klukkustundum áður en námskeið hefst.

* Nauðsynlegar upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband