Þrívíddarprentun - fjórða iðnbyltingin - bein útsending

Fimmtudaginn 15. febrúar nk. verður fjallað um þrívíddarprentun í fundarröð IÐUNNAR um fjórðu iðnbyltinguna. Fundurinn hefst kl. 8.30 og verður haldinn í húsnæði IÐUNNAR að Vatnagörðum 20.

Á fundinum verður boðið upp á þrjú erindi: Linda Wanders, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, fjallar um þrívíddarprentun í fortíð og framtíð. Paolo Gargiulo, dósent við tækni og verkfræðideild HR, segir frá þrívídderprentun við skipulag skurðaðgerða. Loks fjallar Lárus Gunnsteinsson, bæklunarskósmiður og vöruhönnuður hjá Össuri, um hvernig þrívíddarprentun hefur verið notuð við smíði á prótótýpum. 

Fundurinn verður haldinn í húsnæði IÐUNNAR að Vatnagörðum 20 og hefst stundvíslega kl. 8.30. Fundarstjóri er Ingi Rafn Ólafsson, sviðsstjóri hjá IÐUNNI fræðslusetri.

Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband