Internet hlutanna - fjórða iðnbyltingin - bein útsending

Næsti morgunverðarfundur okkar í fundarröðinni um fjórðu iðnbyltinguna fjallar um Internet hlutanna (Internet of things, IoT). Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 15. mars kl. 8.30-10.00 í húsnæði IÐUNNAR að Vatnagörðum 20.

Á fundinum svarar Þór Jes Þórisson, forstöðumaður tæknimála hjá Símanum,  spurningunni: Hvað er Internet of Things, IoT? Fjallað verður um skilgreininguna á IoT, sögu IoT, stærð markaðar fyrir IoT, fjarskiptamöguleika IoT og loks tekin nokkur almenn dæmi um IoT á einstaklings og fyrirtækjamarkaði. Snæbjörn Ingi Ingólfsson viðskiptastjóri hjá Origo mun svo fjalla um þær breytingar sem IoT boðar á næstunni, hvað er að mögulega að fara að breytast, hvaða tækni erum við farin að sjá í dag. Eru þetta ógnir eða tækifæri?

Fundurinn er í beinni útsendingu á YouTube síðu IÐUNNAR fræðsluseturs

Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband