Endurmenntun atvinnubílstjóra

IÐAN fræðslusetur býður upp á vönduð námskeið fyrir atvinnubílstjóra. Námskeiðin er hægt að sækja bæði í stað- og fjarnámi.

Ökumenn sem stjórna ökutækjum í C1-, C-, D1- og D-flokki til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni er nú gert skylt að sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti. Skal endurmenntuninni vera lokið fyrir 10. september 2018. Allir sem endurnýja ökuréttindi sín í þessum flokkum eftir þann tíma verða að hafa klárað endurmenntun. Hafi umsækjandi ekki sótt endurmenntunarnámskeið, má endurnýja ökuskírteini hans án réttinda til aksturs í atvinnuskyni.

IÐAN fræðslusetur hefur hlotið viðurkenningu frá Samgöngustofu til að kenna endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra og bjóðum við upp á slík námskeið í bæði stað- og fjarnámi. Námskeið IÐUNNAR eru fimm talsins, sjö kennslustundir hvert eða samtals 35 kennslustundir. Námskeiðunum er skipt í þrjá flokka; kjarna, valkjarna og val. Bílstjóri þarf ekki að þreyta próf heldur tekur námsmat mið af virkri þátttöku og mætingu.

Smelltu hér til að kynna þér námskeið IÐUNNAR fyrir atvinnubílstjóra

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband