Hefur þú starfað sem barþjónn eða þerna?

Viltu fá staðfestingu á færni þinni?

    Nú stendur til að bjóða upp á raunfærnimat fyrir barþjóna og þernur og er þá tekið mið af færnikröfum fyrrgreindra starfa. Með raunfærnimati fá þátttakendur staðfestingu á þeirri færni sem þeir hafa fengið úr starfi og að því loknu er ætlunin að bjóða upp á nám sem er sérsniðið að viðkomandi starfi. Raunfærnimat er því mikil hvatning fyrir einstaklinga á vinnumarkaði.

    Raunfærnimat er ætlað fólki 23 ára og eldra með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu í viðkomandi grein. Staðfesta þarf vinnutíma með opinberum gögnum s.s. lífeyrissjóðsyfirliti.

    Áhugasömum er bent á að hafa samband við IÐUNA fræðslusetur, Vatnagörðum 20 s: 590-6400 eða með tölvupósti, radgjof@idan.is

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband