Evrópskt stefnumótandi tilraunaverkefni - Raunfærnimat í húsasmíði og matartækni

Þann 29. apríl útskrifaðist 31 þátttakandi úr raunfærnimatsverkefninu VISKA. Allir þátttakendur eru frá Póllandi og hafa búið hér á landi um árabil.

    Þann 29. apríl útskrifuðust 31 þátttakandi úr raunfærnimatsverkefninu VISKA http://viskaproject.eu/. Allir þátttakendur eru frá Póllandi og hafa búið hér á landi um árabil. Þetta er í fyrsta skiptið sem raunfærnimatsverkefni er skipulagt með það að leiðarljósi að koma sérstaklega til móts við innflytjendur.

    Nýjustu niðurstöður Hagstofunar um félagslega vellíðan innflytjenda sýna að innflytjendur hafa ekki eins gott aðgengi að skólakerfinu og brotthvarf innflytjenda í íslensku skólakerfi er meiri en hjá innlendum. Í samvinnu við þátttakendur, matsaðila, framhaldsskóla og yfirvalda er stefnt að því að veita mikilvægar upplýsingar um hvernig hægt sé að nýta raunfærnimatskerfið til að styðja betur við innflytjendur.

    Menntavísindastofnun Háskóla Íslands safnar saman upplýsingum um ferlið á meðan á verkefninu stendur. IÐAN fræðslusetur og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stýra hérlendis fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband